Livejournal vandræði

Feb 21, 2006 16:18

Ok...ég er búin að vera þvílíkt að reyna að læra á þetta forrit...gengur svona ofan og neðan...en getur einhver sagt mér hvort/hvernig hægt er að bæta inn linkum (t.d. á heimasíður sem eru ekki livejournal síður) á bloggsíðuna manns???

Kv. ein ráðvillt !!!

Leave a comment

Comments 4

sheepgrl February 21 2006, 22:38:37 UTC
Held það sé sko bara hægt að bæta við eitthvað ákveðið mörgum, 5 eða eitthvað, og bara ef maður er með einhver ákveðin "layout".

Man ekki *hvar* þessu er breytt, en það er örugglega einhversstaðar undir stillingar, eða eitthvað...

Ég nenni aldrei að vesenast eitthvað með einhverja linka...

Reply

velvetchamber April 23 2006, 15:03:36 UTC
Hér er það, síðan fer það jú eftir viðmótinu sem hægt er að velja hér.

Kv. Freyja

Reply

gudrunlilja April 23 2006, 16:41:36 UTC
OK...takk fyrir það, en er bara hægt að hafa max 10 tegngla??

Reply

velvetchamber April 23 2006, 16:52:37 UTC
Ókeypis notendur geta bara haft 10, kostaðir+ notendur (þá samþykkir maður að hafa auglýsingar, en fær fleiri fídusa fyrir vikið) geta haft 30 og notendur í áskrift 50.

Reyndar eitt til viðbótar, ef þú ert með LJ stillta á íslensku og sérð eitthvað úr lagi, klaufalega þýðingu, stafsetningar- eða innsláttarvillu eða eitthvað svoleiðis, þá máttu gjarnan láta mig vita, því ég stend víst í því að þýða þetta : þ

Reply


Leave a comment

Up