Þreytt og reið og pirruð og ojbarasta!

Sep 30, 2004 20:08

Sko. Í síðasta vistfræðitíma óðum við út í á og veiddum okkur steina. Svo skrúbbuðum við steinana. Allt draslið sem kom af steinunum fór í plastdollur og var geymt þar í viku.

Í dag fengu allir eina plastdollu og töldu dýr uppúr þeim undir víðsjá (og fjölda af hverri tegund). Flestir voru með sirka 15-50 dýr í sínum dolllum... ég var með meira en TÓLF! HUNDRUÐ! Eittþúsundogtvöhundruð gjörðusvovel. Og enginn nema GL bauðst til að hjálpa mér, ekki einu sinni þegar ég BAÐ um hjálp, og allir fóru klukkan hálf sex eða eitthvað... og við GL og Tinna (sem var líka með frekar stórt sýni) vorum til rúmlega sjö. EKKI sanngjarnt og ég er ógeðslega fúl. Við alla nema GL því GL er æði og ég elska GL. En mér er alveg sama, fólk mætti alveg aðeins hjálpa til, sko.

Þetta var nótabene ekkert sérstaklega mitt sýni. Það var ALLRA, alveg jafnmikið hinna átján krakkanna og mín og GL. Grrrr.

grrr, íslenska

Previous post Next post
Up