Rauðhvíta Draumahetjan mín.

Mar 02, 2009 00:16

Eftir hið skemmtilegasta partý í gær, sem náði auðvitað hápunkti sínum með pólitískum umræðum við gáfulega menn, lagðist ég til hvílu í Dúfnahólunum. Undir morgun fór mig að dreyma. Harry Potter þema varð strax meginþráðurinn. Í fyrstu barðist ég í gegnum völundarhús og svipaðar þrautir og Harry þurfti að glíma við undir lok Goblet of Fire. Ég man samt ekki til þess að hafa lesið um að Nikolay skylmingaþjálfari hafi verið á risastórum trukk fyrir utan völundarhúsið, eins og hann var í draumnum. Allavega, eftir að hafa sloppið úr völdundarhúsinu hélt ég áfram niður í einhverskonar dýflissu, og nú varð mér ljóst að ég var á svipuðum slóðum og Harry og félagar í síðasta kafla fyrstu bókarinnar. Ég þurfti að sulla eitthvað með potions frá Snape, og að loknum nokkrum neðanjarðar-þrautum, komst ég inn í einhverskonar allra-heilagasta. Og, alveg eftir bókinni, þá var Voldemort þar að illmennast eitthvað. Ég átti auðvitað ekki séns á móti svo öflugum andstæðing, en þá gerðist eitthvað sem var ekki alveg eftir bókinni. Í stað Dumbledores, kom til bjargar..... Jóhanna Sigurðardóttir!

Hún er Forsætisráðherra! Hún er Flugfreyja! Hún er lesbísk! Hún er vinsælasti pólitíkus Íslands! Hennar tími er kominn!

Og fyrr en varir eru Jóhanna Sigurðardóttir og Voldemort farin að berjast á banaspjótum.

Mér þótti þetta ekkert sérlega eftirtektarvert í draumrofunum, en svona eftir á að hyggja, þá held ég að þessi draumur toppi jafnvel drauminn þar sem að Margrét Sverris elti Villa Vill. með öxi og ég og Dagur B. Eggerts (góðvinur minn) stungum okkur til sunds í Tjarnarsundlauginni við Ráðhúsið.

pólitík, harry potter, dreams

Previous post Next post
Up