1. HVENÆR VAKNARÐU Á MORGNANA?
Vekjaraklukkan hringir venjulega klukkan hálfsjö en ég fer ekki á fætur fyrr en mun síðar.
2.EF ÞÚ GÆTIR SNÆTT HÁDEGISVERÐ MEÐ EINHVERJUM FRÆGUM, HVER VÆRI ÞAÐ?
Fullt af fólki kemur upp í huga mér; söngvarar, leikarar og rithöfundar. Ætli ég haldi mig ekki við stereótýpuna sem ég hef búið til af sjálfri mér og segji Paul McCartney.
3. GULL EÐA SILFUR?
Er ekki mikið fyrir skartgripi.
4. HVAÐ VAR SÍÐASTA MYNDIN SEM ÞÚ SÁST Í BÍÓ?
Corpse Bride. Yndisleg mynd.
5. UPPÁHALDS SJÓNVARPSÞÁTTURINN
Monty Python's Flying Circus.
6. HVAÐ BORÐARÐU Í MORGUNMAT?
Morgunkorn.
7. HVAÐ LANGAR ÞIG AÐ GERA ÞEGAR ÞÚ ERT ORÐINN STÓR?
Tæknilega séð er ég orðin stór og mér finnst ég þegar orðin rithöfundur (þó að sumir myndu örugglega mótmæla því þar sem ég er ekki búin að gefa út neitt). Annars gæti ég líka hugsað mér að vinna fyrir dagblað aukalega, skrifa kannski bókagagnrýni eða eitthvað.
8. GETURÐU SNERT NEFIÐ Á ÞÉR MEÐ TUNGUNNI?
Nei.
9. HVAÐ VEITIR ÞÉR INNBLÁSTUR?
Svona "creative" innblástur? Eiginlega allt. Ég get horft á lélega bíómynd og hugsað: "Hey, ef ég tek þetta atriði og breyti því, gæti það orðið mjög áhugaverð skáldsaga."
10. HVAÐ ER MIÐNAFNIÐ ÞITT?
Laufey.
11. STRÖND, BORG EÐA SVEITASÆLA?
Ég er hrifnust af bæjum á stærð við Reykjavík.
12. SUMAR EÐA VETUR?
Sumar. Þoli ekki skammdegið, þó að snjór geti verið skemmtilegur.
13. UPPÁHALDS ÍS?
Súkkulaði.
14. SMJÖR, SALT EÐA SYKUR Á POPP?
Ég er ekkert uber-mikið fyrir popp en mig minnir að sykurpopp sé gott. (Þessi setning hljómaði mjög furðulega því þetta var eins og væri að tala um tónlist... sem ég var ekki.)
15. UPPÁHALDS LITURINN ÞINN?
Fjólublár.
16. UPPÁHALDS BÍLLINN ÞINN?
Fyrir mér eru bílar farartæki og ekkert annað.
17. HVAÐ FINNST ÞÉR BEST AÐ BORÐA Á SAMLOKU?
Mér finnst gaman að taka fullt af mismunandi hlutum úr ísskápnum og búa til feita, skrítna samloku. Það virkar reyndar misvel.
18. HVERT FÓRSTU SÍÐAST Í FRÍ?
Til Grikklands og það var fyrir tveimur árum síðan.
19. HVAÐA PERSÓNUEIGINLEIKA FYRIRLÍTURÐU?
Yfirborðsleiki (er það orð?).
20. UPPÁHALDSBLÓM?
Lokasjóður, bara út af nafninu.
21. EF ÞÚ YNNIR STÓRA POTTINN Í LOTTÓINU, HVERSU LENGI MYNDIRÐU BÍÐA
ÁÐUR EN ÞÚ SEGÐIR FÓLKI FRÁ ÞVÍ?
Ekki lengi.
22. SÓDAVATN EÐA VENJULEGT VATN?
Sódavatn er oj.
23. HVERNIG ER BAÐHERBERGIÐ ÞITT Á LITINN?
Við eigum tvö baðherbergi. Annað er hvítt, hitt gult.
24. HVAÐ ERU MARGIR LYKLAR Á LYKLAKIPPUNNI ÞINNI?
Þrír; húslykill, íbúðarlykill og skáplykill.
25. HVAR ÆTLARÐU AÐ EYÐA ELLINNI?
Nenni ekki að hugsa svona langt fram í tímann.
26. GETURÐU JÖGGLAÐ?
Neipp.
27. UPPÁHALDS DAGUR VIKUNNAR?
Laugardagur. *glott*
28. RAUÐVÍN EÐA HVÍTVÍN?
Ég drekk ekki áfengi.
29. HVERNIG EYDDIRÐU SÍÐASTA AFMÆLISDEGI?
Það var mjög furðulegur afmælisdagur. Ég fékk enga köku en ég fékk kind. Svo fór ég í Kringluna með vinkonu minni að kaupa skó handa dóttur hennar.
30. ERTU MEÐ LÍFFÆRAGJAFAR KORT?
Nei.
31. HVORT MYNDIRU VILJA EIGNAST STRÁK EÐA STELPU?
Bæði.
32. HVAÐ KEMUR ÞÉR Í GÍRINN?
Uh... ha?
33. ERTU FEMINSTI?
Ég er allavega ekki undirokaður kvenmaður.
34. FLOTTASTI LÍKAMSHLUTINN Á HINU KYNINU?
Augun.
35. ELSKARÐU EINHVERN?
Já.
36. HVENÆR FERÐU AÐ SOFA Á KVÖLDIN?
Of seint.