Jan 05, 2009 15:57
Sterameðferðin tóskt vel og með ótrúlega litlum aukaverkunum, en mænustungan sem ég fékk á aðfangadag var ekki eins heppileg.
Ég gat ekki staðið eða setið upprétt í 5 eða 6 sólarhringa án þess að mænuvökvinn læki út í líkamann, sem leiddi til sársauka í höfði sem var eins og heilinn ætlaði að deyja hjálparlaust. Aðfangadagskvöld var ljúft en ég þurfti að opna pakkana liggjandi.
Ég var sett á parkódín forte, koffeintöflur og róandi lyf í slíku magni að einum og hálfum sólarhring var eytt í ógleðisköst.
Að vera rúmliggjandi an þess að setjast upp í tæpa viku leiðir til sársaukafullra meltingartruflana sem einnig auka ógleði.
Í mínu tilfelli leiddi hreyfingarleysið líka til verkja í bringunni til að byrja með og í bakinu undir lokin.
Undir lokin var koffeinið hætt að hjálpa og byrjað að gefa mér nýjan höfuðverk. (Þar að auki var það líklega koffeinið sem gaf mér augnaráð sem ég kannaðist ekki við í speglinum)
Í samantekt má segja að þetta hafi verið erfið spítalavist.
Á þriðjudagsmorguninn 30. desember var mér farið að líða betur og ég gat setið og staðið á ný. Ég fékk eina parkódín í nesti við útskrift en þurfti ekki á henni að halda. Ég hef verið lyfjalaus síðan, og ekki fundið fyrir neinu verra en bakverkjum.
Líkamlega líður mér vel en andlega líður mér svolítið eins og strekktri teygju. Ég fór frá því að vera svefnlaus og rúmliggjandi í viku í það að hitta vini mína og vaka fram eftir nóttu öll kvöld. Það var yndislegt að hitta alla saman aftur en ég hef bara fengið einn dag í hvíld síðan ég kom heim af spítalanum.
Svo er ég að fara að byrja í skólanum aftur í vikunni... Það verða bara einhverjar fáar einingar en þessu fylgir ævinlega vesen og töflubreytingar.
Næst skal ég segja ykkur frá sjúkdómnum(?), rannsóknunum og getgátunum.
*geisp*
White Room - Cream