Oh, yeah. Livejournal. I remember LJ.

Aug 19, 2008 16:07

Ég er alveg hætt á geðlyfjunum núna, eftir að hafa tekið hálfa töflu annan hvern dag í tvær vikur eða svo. Fráharfseinkennin sem ég hef fundið hingað til eru: Mun meiri svefnþörf, höfuðverkir á öðrum hvorum degi að meðaltali og tilfinningalegt varnarleysi. Ég er búin að finna fyrir þessum verkunum alveg síðan ég fór að minnka skammtinn, en ég áttaði mig ekki á tenginguni fyrr en um daginn. Venjulega er ég ekkert svo gjörn til að fá höfuðverki undir eðlilegum kringumstæðum, svo að ég lagði þetta saman og fékk út =OUT OF CHEESE ERROR= =MELON MELEON MELON= en fattaði það samt. Jei, geðklofalyf!

Það kom nokkuð merkilegt fyrir mig á Gay Pride daginn sem mér finnst ég verða að skrifa niður. Það var því miður ekki gleðilegt.

Ég fylgdist með göngunni fara af stað á Hlemmi, og áttaði mig á því að þegar ég var búin að sjá allt, var ekkert fyrir mig að gera. Ég ákvað að bíða á Hlemmi eftir Erni, sem var svo sniðugur að reikna með að finna stæði fyrir bíl í miðbænum á þessum tíma. Fólk tíndist í burtu á eftir göngunni og nokkrar hræður voru eftir á Hlemmi að bíða eftir strætó.
Ég sá glitta í mömmu mína fara fyrir hornið, og ætlaði að fara að tala við hana þegar roskinn karl með mjög fáar tennur gekk að mér og sagði,
"Burt með þig! Farðu"
Ég sá strax að það var ekki í lagi með þennan mann. Hann var mjög rónalegur og klikkaður, en það var ekki áfengislykt af honum, og hann virtist ekki vera undir áhrifum. En hann var greinilega mjög skemmdur eftir lífstíð af einhverju ósniðugu.
Ég stóð sem föstust á litlu umferðareyjunni minni við Stígamót og spurði hann afhverju ég ætti að fara.
"Þú att ekkert með að vera hérna! Burt með þig!"
Ég veiddi upp úr honum hversvegna honum þætti ég ekki rétt á að vera þarna.
Hann sagði að fólk eins og ég ætti ekki að láta sjá sig á almannafæri. Að við værum öll barnaníðingar. Ég áttaði mig á því að hann væri að tala um samkynhneigða, því að ég var með fína nýja regnbogafánann minn.
Ég varð bálreið. Ég hef ekki orðið svona reið við einhvern (fyrir utan fjölskylduna) síðan mér var strítt í grunnskóla. En munurinn í þetta skiptið var sá að í gamla daga voru krakkar að pirra mig, móðga mig og ráðast á mig. Í dag myndi ég taka slímu með mun meiri ró en þá.
En maðurinn var ekki að ráðast á mig eina. Hann var að ráðast á allt mannkynið með ranghugmyndunum sínum. Þessvegna varð ég ólgagni af bræði.
Ég sagði honum að samkynhneigðir væru ekki barnaníðingar. Að kynhneigð hefði ekkert að gera með misnotkun á fólki.
Hann tók það ekki í mál, og hélt áfram að segja mér að fara.
Ég fór að öskra á hann, og ganga á hann. Ég sagði honum, öskrandi, að þegar ég var 10 ára, reyndi maður að nauðga mér.
"Hann var ekki samkynhneigður!" öskraði ég og elti manninn á meðan hann gekk afturábak og sló í áttina að mér. "Hann var ekki kynvillingur! Hann var barnaperri!"
"Ég get verið eins tvíkynhneigð og mér sýnist," hélt ég áfram, og veifaði fánanum mínum með ofbeldi að honum, "En ég myndi ALDREI misnota barn. ALDREI!"
Ég man ekki einusinni hvað hann sagði upp úr þessu, en hann fór að ýta við mér og labba í burtu, og ég sagði honum að ég myndi hringja á lögregluna. Honum þóttist vera alveg sama, en ég hringdi í lögregluna, og elti manninn á meðan ég lýsti honum gaumgæfilega fyrir lögreglunni og sagði að hann væri að hafa hótanir við mig. Lögreglan sagði mér að hætta að elta hann, og sagðist myndi ganga í málið. Ég fór aftur á minn stað og sá að Ernir hafði sent sms um að hann gæti ekki fundið stæði, og hefði hætt við að koma.
Ég hugsaði mig um. Myndi ég geta verið áfram í bænum, reynt að finna vini mína, og gert eitthvað skemmtilegt? Ég ákvað frekar að fara heim og jafna mig, svo að ég gæti hitt alla um kvöldið í afmælinu hans Hauks.
Sem gekk eftir. Ég sagði mömmu frá þessu, og Gretu og Jóa þegar þau komu í mat. Eftirá leið mér mun betur, sérstaklega vegna þess að þau voru ánægð með hvernig ég hafði brugðist við. Svo lagði ég mig, fór í afmælið og leið vel.

Best of Blur myndböndin eru komin á YouTube. Coffee and TV:

image Click to view



Cars - Gary Neuman
Previous post Next post
Up