Lóan er komin!

Mar 31, 2007 18:08

LÓAN ER KOMIN

Lóan er komin að kveða burt snjóinn,
að kveða burt leiðindi, það getur hún.
Hún hefur sagt mér að senn komi spóinn,
sólskin í dali og blómstur í tún.
Hún hefur sagt mér til syndanna minna,
ég sofi of mikið og vinni ekki hót.
Hún hefur sagt mér að vaka og vinna,
vonglaður taka nú sumrinu mót.
-(Páll Ólafsson)

Lóan er komin!

Previous post Next post
Up