Feb 20, 2009 00:59
Ég hef ekki gefið mér tíma til að lesa LJ því að ég hef eytt síðasta mánuðinum eða svo í lækna, stofnanir, umsóknir og síendurtekin vonbrigði.
Staða stálsins í dag: sér enn illa með hægra, er 100% óvinnufært, er með líkast til 90% eða hærri líkur á MS fyrr eða síðar og hefur kynnst óæðri enda velferðarkerfisins mun betur en það langaði til. Það hefur ekki haft tekjur í 4 mánuði. Helstu ljón í vegi þess til að fá bætur eru staðreyndirnar þær að stálið er í skóla og er nógu ábyrgt til að eiga smá sparnað inni í banka.
Í alvöru talað, vonbrigðin hafa verið svo mörg og svo óvænt að ég veit ekki við hverju ég á að búast af framtíðinni, öðru en áframhaldandi draumadauða.
Eitt gott mál er þó í farvegi! Ég ætla - og hér geri ég ráð fyrir því að ég fái ekki undir 10% í critical fail - að leigja herbergið hjá Frikka og Pétri. Ég er búin að ræða það við sála og honum finnst það góð hugmynd. Ég er að hugsa um að lofa þeim þriggja mánaða leigu, svona til að vera sanngjörn.
Versti gallinn er að þeir eiga kanínur, en ég gerði óformlegt ofnæmispróf um daginn sem kom frekar vel út. Þetta er ekki nálægt því að vera eins slæmt og ... nokkuð annað ofnæmi sem ég hef.
Ég veit ekki alveg hvað ég er að henda mér út í, en það eitt er víst að þetta er betra en að búa áfram hér með mömmu, þar sem ég dey svolítið með hverri samverustund. Og líklega mamma líka.
Wating for the beat to kick in
but it never does
waiting for my feet to grow wings
and lift me above
all of these tiresome things
that we know and love
waiting for the beat to kick in
but it never does