Nývöknuð

Jul 10, 2008 03:56

Warren Ellis er með myndasögu í gangi á netinu, að nafni FreakAngels. Teiknarinn er mjög góður, og sagan lítur út fyrir að vera algjör Ellis-snilld. Ég fíla sérstaklega hvernig Paul Duffield teiknar konur.

Einhverntíma á morgun, föstudag, fer ég með mömmu í sumarbústaðarferð sem gæti enst í heila viku. Ég býst ekki við að það verði netsamband í bústaðnum (en maður veit þó aldrei, fyrst að Seðlabankinn á hann) svo að eina leiðin til að koma skilaboðum til mín verður símleiðis (eða akandi, ef einhvern langar að skreppa í Álftanes upp á gamanið). Ég vonast til að komast vel á veg með að þýða Castell Saga eftir Miriam, mála eitthvað, teikna og lesa. (Note to self: fara á bókasafn í dag, þegar venjulegt fólk er vakandi.)

Litla sæta Acer EEE 2G tölvan mín fór á Kaffi Rót á þriðjudaginn og komst á netið alveg sjálf. (Með smá hjálp frá mér og heitum reit.) Hún er svo mikil elska. :-D

Mig langar að koma inn í góðan RPG hóp í haust eða vetur. Ég nýt þess í botn að spila D&D með núverandi hópnum, en mig (og Erni) langar í enn fleiri ævintýri, sérstaklega þegar hópurinn okkar splundrast vegna fólksflutninga. Gílsi, Heiðar og Árni, vinsamlegast látið okkur vita ef þið vitið um laus pláss í einhverjum góðum hópum. :-)

Miranda, that Ghost just isn't Holy anymore - The Mars Volta
Previous post Next post
Up