May 01, 2004 17:38
inn gengur strákur sem hefur ekki stigið svo mikið sem fæti inní húsið hjá mér seinustu 7 árin eða svo. Ég sem hélt að ég væri hætt að hugsa um hann, væri komin með aðra á heilann, að hann tilheyrði fortíðinni.. hvern andskotann var ég að reyna blekkja, hann gerir mig enn sturlaða. Hann mætti í partýið hjá mér með vinum sínum, já og míjnum líka ef maður hugsar útí það. Varla get ég sagt að hann hafi verið eitthvað fínn í tauinu, eniungis í svona joggingbuxum og köflóttri skyrtu (sem er nú reyndar einkennið hans, 90's tímabilið eða eitthvað þannig)
Ég sver það, bara það eitt að sjá og tala við hann mér leið mun betur (ég sem var smávegis full :S, uss, erum ekkert að tala um það)
Og ég sem hélt að hann hafi einungis verið sá fyrsti sem ég hafi orðið hrifin af, samt sem áður núna veit ég betur, ég er geggt hrifin af honum :P
daginn eftir, semsagt dagurinn í dag.....það fyrsta sem ég gerði eftir að ég fór inní stofu, ég hnipraði mig saman í stólinn sem hann sat í og mér leið svooooooooo vel.
Samt sem áður þýðir ekkert fyrir mann að reyna við krakkann, á ekki séns!