Hæ! Ég heiti Pétur!!!

Apr 09, 2007 18:57

Fo' Shizzle, nizzles.

Eðvarður Nathaníel var hávaxinn og horaður maður um fimmtugt. Í rúm tíu ár hafði hann unnið hjá rannsóknarlögregludeild Reykjavíkur, sem rannsóknarlögrumaður. Er hann gekk niður Flísarteig, þar sem hann hafði óbeit á bifreiðum, kláraði hann síðasta kaffidreitilinn úr pappa bollanum sem hann hafði gripið í Essó á leiðinni. Bifreið samstarfsfélaga hans, ásamt samstarfsfélaganum, beið fyrir utan. Orri leit ekki út fyrir að vera skemmt, og ekki samstarfsfélaganum heldur. Orri var lærlingurinn þeirra, ferskur úr lögregluskólanum enn með blá hvolpaugu, ósnert af ógeði og biturleika heimsins. "Þarf ég ávalt að bíða eftir þér?" Spurði Vilhjálmur, samstarfsfélagi Eðvarðs, fúll.
"Hvað er þetta, þetta er bara hálftíma labb." Svaraði Eðvarður hress, speglandi sólinni með sólgleraugunum sínum, öruggur með sig, og hress eftir kaffeinskammtinn sinn. "Búnir að kíkja inn?"
"Nei, nennti því ekki, ekki ætla ég að díla við einhvern geðsjúkling án back ups. Ekki eins og Orri geri neitt gagn ennþá, færi bara að elta hvolpa." Skaut Vilhjálmur til baka, Orri saug í nös og faldi tár.
"Tja, letingjar, ég skal þá stíga fyrstur inn." Mælti hann Eðvarður öruggur og steig inn, hurðin var opin og heyrði hann kjökur koma frá innsta herberginu. Afslakaður og hress, þó án þess að brosa. "Skrambans, hér hefur verið framið smávægileg..." Eðvarður fjarlægði sólgleraugun og setti upp alvarlega svipinn sinn "... nauðgun."
Vilhjálmur og Orri fylgdu honum inn, skarpir, er þeir höfðu séð að Eðvarður var enn óstunginn. "Ó guð!" Æpti Orri og hlaup út aftur.
"Góðann daginn, getum við aðstoðað?" Spurði Eðvarður spakur. "Þér sjáið, við erum lögreglumenn, rannsóknarmenn jafnvel."
Konan leit upp, maskarinn virtist þekja hana niður að brjóstum, eða svo taldi Vilhjálmur, en teppi þakkti hana niður frá hálsi. "Hann svívirti mig, skepnan, hann skemmdi mig." Flest önnur orð sem hún sagði hurfu milli ekkasokka og grátstuna.
"Lúsífer?" Spurði Vilhjálmur, augljóslega brugðið, lítandi yfir herbergið, vonandi eftir krossum eða öðrum verjum af þeim toga.
Konan grét aðeins meira, og var Eðvarði og Vilhjálmi farið að líða frekar illa, hlustandi á konuna, þannig að þeir byrjuðu að bakka að dyrunum "við hringjum á aðra lögreglumenn til að sjá um þetta, heyrum í þér þegar þú hefur róað þig."
Eðvarð settist á húddið á bílnum og tók út sígarettupakka, "jæja, ætlarðu að hringja á nauðgaraliðið?" Spurði hann Orra, sem var vælandi í aftursætinu.
"Allt í lagi," kjökraði hann, með tárin rennandi úr augunum. Vilhjálmi blöskraði við þá hýru hegðun.
"Jæja, ef þetta er búið, hvað segið þið um að koma að éta? Hamborgarabúllan er nýopnuð held ég." Spurði Vilhjálmur og renndi lyklunum í bílinn.
"Nehh, held ég geti klárað eitt annað scene, sé ykkur hjá Tjörninni, eftir, hvað skal segja." Sagði Eðvarð, meðan hann mat fjarlægðina að Tjörninni, "þrjú korter?"
Vilhjálmi líkaði ekki sú hugmynd, en Eðvarð var bæði aldursforseti og stöðunni hærri, þannig hann gat ekki mótmælt. "Allt í lagi, en ef þetta er annað vælu nauðgunarmál, þá borgar þú fyrir mat."
"Ekki málið, kallinn minn." Eðvarð stökk af húddinu og gekk að tjörninni, með sólina í andlitinu, skapandi stórann skugga fyrir framan Vilhjálm og Orra, sem gátu ekki hjálpað því að dást að hæfileikum hans við að yfirgefa glæpavettvangi.

lögregla?, lög, nauðganir, regla, glæpir

Previous post Next post
Up