Jan 22, 2008 20:50
Ég er búin að vera svo blessuð núna sérstaklega eftir áramót.
Ég er búin að vera að taka nokkur trúarleg skref og mér þykir það frábært! Er líka búin að vera að lesa meira í ensku biblíunni sem ég keypti í haust með hugleiðingum við versin.
Var að skoða tímatöflu í biblíunni. Þar kemur m.a. annars fram að Sesar og Kleópatra voru uppi á svipaðri öld og Jesús. Hef heyrt nokkrum sinnum og séð á fræðslumyndbandi að fleiri sannanir séu til um að Jesús hafi verið til heldur en Sesar, einnig um hvað hvor um sig gerði.
Það eru ekki mörg ár síðan mér fannst vafasamt hvort Jesús hefði verið til, en það er ekki spurning um að trúa hvort hann hafi verið til, það er staðreynd! Þá er bara að gera upp við sig hvaða afstöðu maður hefur til þess sem hann gerði og sagði. Var hann lygari eða frelsari?