Jææææja..
Fékk ömurlegar fréttir frá útlendingaeftirlitinu hérna í Bandaríkjunum.
Fékk gögnin og umsóknina endursenda með eftirfarandi athugasemd:
"Of snemmt. Sæktu um eftir eitt ár."
Semsagt, ferð mín hingað var gersamlega gagnslaus.
Skemmtilegt, virkilega skemmtilegt...
Á svona stundum þá veit maður eiginlega ekki hvernig maður á að bregðast við, mig langar til að öskra en samt ekki. Er eiginlega ekki að trúa þessu.
Eftir að hafa upplifað meira af þessu samfélagi þá hefur áhugi minn minnkað verulega á að vilja búa hér. Þetta er allt saman eitthvað svo yfirborðskennt, mér líður betur í Evrópu, er sannfærður um það.
Í augnablikinu þá er mér alveg sama hvort ég haldi græna kortinu eður ei, er mest svekktur yfir því að hafa eytt tíma og pening í að fara hingað fyrir ekkert. Jah, auðvitað hef ég skemmt mér vel hérna, en ég hefði frekar viljað ferðast eitthvert annað og notað peningana í eitthvað viturlegra og nýtt.
Langar bara að koma heim sem fyrst, helst núna,
en það er nú ekki langt í mig.. kem heim á föstudagsmorgunin, ekki langt í það.
Allir að koma á djammið á föstudaginn!
Höldum uppá að við búum á Íslandi.. eða eitthvað :p
Hehehe.
Hafið það gott. Sjáumst bráðlega.
Love,
Bjöggi.