Jul 04, 2004 22:05
Jæja, börnin góð. Þá fer að líða að því að ykkar ástkæra Stína (betur þekkt sem Mary Poppins) bregði sér til Íslands. Ég lendi um hálftvöleytið aðfaranótt sunnudagsins 1. ágúst. Þannig að ef einhver ykkar eru í bænum þessa helgi (sem ég efast um, etta er verslunarmannahelgin) væri möguleiki að hittast þá. Annars ætla ég að drífa mig út á land strax næsta dag og verð væntanlega ekkert í bænum fyrr en viku seinna. En þá verð ég líka þar í meira en tvær vikur, þannig að það liggur ekkert á :)
Annars gengur lífið ágætlega fyrir sig hér. Eins og sum ykkar vita er ég að vinna í afleysingum á fínasta hótelinu í bænum. Sem herbergisþerna. Drulluerfið vinna, en ég er samt rosalega fegin að hafa eitthvað að gera. Og eins og ég tók fram í spænsku uppfærslunni fyrir nokkrum dögum er ég orðin harðákveðin í að vera hérna um óákveðinn tíma. Ekki það að ég sé eitthvað óákveðin, það er bara tíminn ;)
Gaurinn sem ég býr hjá fer í mínar fínustu einsog ævinlega, en ég get glatt mig við það að ég fer að hafa efni á því að flytja (jibbí!). Ég er búin að ákveða að ganga í það um leið og ég kem til baka af Fróni. Þ.e.a.s. ef ég finn eitthvað fólk til að búa með. Þetta var skot á þig. Já, þig! Þú veist hver þú ert... ;)
Sumarið er loksins komið hingað. Það vildi því miður svo óheppilega til að það kom ekki í alvöru fyrr en ég byrjaði að vinna. Svo ég er ennþá mjallahvít. En ég reyni að vinna bót á því með því að hanga á ströndinni þegar ég hef tíma (og orku) til.
Oh, and U.S.-ians (because to me America is a continent): Happy 4th of July! (or however you say it)